Um Ljósablaðið 2023

Ljósablaðið 2023 er fullt af samtölum, frásögnum og fróðleik í margvíslegu formi eins og alltaf.

Í ár fáum við margar magnaðar sögur þjónustuþega sem deila sinni upplifun af því að greinast með krabbamein og endurhæfingunni sem þau hafa þegið í Ljósinu. Við fjöllum sérstaklega um upplifun þeirra sem eru af erlendu bergi brotin en í Ljósinu er sérstakur hópur fyrir þau sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.

Hlaðvarpið okkar er á sínum stað í blaðinu en í ár fengum við Viktoríu Hermannsdóttur, fjölmiðlakonu, til liðs við okkur í spyrilssætið. Hún ræðir við félagana Ella og Halla sem kynntust í Ljósinu en einnig stílistann Huldu Halldóru sem greindist með brjóstakrabbamein í fyrra og hefur valið að vera jákvæð og bjartsýn í gegnum sitt ferli.

Að vanda setja fagaðilar Ljóssins mark sitt á blaðið en við segjum meðal annars frá ráðstefnu sem þjálfarar sóttu í Amsterdam, fjöllum um nýjungar í handverki og ræðum um taugakerfið. Við fáum einnig góðan viðmælanda af Landspítala til að veita okkur innsýn í hver staðan er á krabbameinsdeild Landspítalans.

Við þökkum kærlega öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við vinnslu blaðsins.

Við vonum að þið njótið Ljósablaðsins í ár.

Ljósið, 1. tölublað, 17. árgangur, 2023

Útgefandi og ábyrgðaraðili: Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík. Sími: 561-3770. Netfang: ljosid@ljosid.is.

Styrktarreikningur Ljóssins er: 0130-26-410420, kennitala: 590406-0740.

Ritstjórar: Sólveig Kolbrún Pálsdóttir og Heiða Eiríksdóttir

Stjórn Ljóssins: Brynjólfur Eyjólfssons, viðskiptafræðingur, Jón Eiríksson, lögmaður, Ásta Einarsdóttir, lögfræðingur, Sara Lind Guðvarðardóttir lögfræðingur, Hákon Jónsson. Varamenn: G. Haukur Guðmundssons, sjúkraþjálfari, Þórður Kristjánsson, ellilífeyrisþegi

Framkvæmdarstýra Ljóssins: Erna Magnúsdóttir

Ljósmynd á forsíðu: Jón Guðmundsson

Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta, myndir, myndbönd og hlaðvörp). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda.

Um merki Ljóssins

Merki Ljóssins hefur í gegnum árin verið sterk táknmynd endurhæfingarinnar í Ljósinu. Merkið er hannað af Önnu Þóru Árnadóttur.

Form merkisins er þríþætt: Innsti hlutinn er logandi ljós, tákn fyrir lífið sjálft. Hvíti hluti merkisins er mannsmynd sem umfaðmar ljósið. Loks myndar ysti hlutinn skjól utan um ljósið.

Önnu Þóru er umhugað um velferð krabbameinsgreindra og gaf því Ljósinu merkið og fyrsta upplag af bréfsefnum og umslögum. Við þökkum henni innilega fyrir veglega gjöf sem stenst vel tímans tönn.

Árið 2019 fékk merki Ljóssins örlitla andlitslyftingu en sú vinna var í höndum H:N Markaðssamskipta. Einungis voru gerðar breytingar á leturgerð og tón rauða litsins sem er áberandi í öllu markaðsstarfi Ljóssins.