Árið 2023 hófst með skemmtilegu samstarfsverkefni L´occitane og Ljóssins þar sem unnin var sérhönnuð stúka utan um handáburð. Hluti ágóðans rann svo til Ljóssins.
Ragga frá Proevents kom í hús með góða fræðslu fyrir starfsfólkið.
Árið 2023 hófst með skemmtilegu samstarfsverkefni L´occitane og Ljóssins þar sem unnin var sérhönnuð stúka utan um handáburð. Hluti ágóðans rann svo til Ljóssins.
Ragga frá Proevents kom í hús með góða fræðslu fyrir starfsfólkið.
Norðurflug veitti Ljósinu rausnarlegan styrk, þar sem hluti af sölunni í desember rann til Ljóssins.
Í febrúar var tekið upp nýtt kynningarmyndband fyrir vef Ljóssins.
Hárgreiðslumeistarafélag Íslands færði Ljósinu góðan styrk.
Öskudagurinn var að sjálfsögðu tekinn með pompi og prakt. Bæði starfsfólk og ljósberar mættu í sínu skemmtilegasta og jafnvel fínasta pússi. Alltaf jafn frábær dagur.
Í mars færði myndlistarmaðurinn Þorvaldur Jónsson okkur fallegt málverk sem hann málaði sérstaklega fyrir Ljósið.
Það var að venju glatt á hjalla og vel mætt í karlafræðsluna í Ljósinu. Bros á hverju andliti.
Fulltrúar L'occitane komu færandi hendi með styrkinn fyrir handáburðinn ásamt góðum sápum og kremum.
Maí var sannarlega "klukkaður" í Ljósinu. Herferðinni "Klukk, þú ert' ann" var ýtt úr vör með það að markmiði að safna í húsnæðissjóð Ljóssins. Kepptust einstaklingar og fyrirtæki við að klukka þann næsta og hvetja þannig til að styrkja Ljósið. Tónlistarmaðurinn og söngvarinn Ásgeir Trausti ljáði gömlum slagara Sálarinnar hans Jóns míns nýjan tón sem var lag herferðarinnar. Frú Eliza Reid ýtti verkefninu úr vör við hátíðlega stund í Ljósinu. Söngkonan Lay Low tók lagið fyrir gesti.
"Behind the scenes" úr tökum á herferðinni. Auglýsingin var tekinn upp á þremur stöðum. Það var mikil gleði og umstand á tökudeginum sjálfum. Framleiðslufyrirtækið Skot sá um upptökur, þar sem fagmennskan og gæðin voru í fyrirrúmi.
Árleg fjölskylduganga Ljóssins var haldin við Hvaleyrarvatn í votu veðri. Okkar fólk lét það ekki á sig fá og fjölmennti með bros á vör. Frábær dagur.
Í júlí var frumsýning á skemmtilegu samstarfverkefni Ljóssins og Nettó. Fallegir taupokar og spilastokkar voru framleiddir til styrktar Ljósinu sem prýddu fallega málverkið sem Þorvaldur Jónsson málaði fyrir Ljósið. Vörurnar voru seldar í öllum Nettó verslunum og rann ágóðinn til Ljóssins. Okkar fólk stóð vaktina víðs vegar um landið og kynnti vörurnar ásamt starfsemi Ljóssins.
Það var að vanda nóg um að vera í ágúst. Íþróttafélagið Víkingur í samstarfi við Havarí og Yeoman hannaði og framleiddi glæsilega treyju sem var seld til styrktar Ljósinu. Færri fengu treyju en vildu, svo vinsæl var hún.
Reykjavíkurmaraþonið átti stóran sess í mánuðinum, bæði undirbúningurinn ásamt deginum stóra. Við kynntum til leiks nýjasta meðlim Ljósafjölskyldunnar, lukkudýrið Glampa. Hann stóð gleði og knús vaktina með stakri prýði. Það var stór hópur sem hljóp fyrir Ljósið, bæði einstaklingar og hópar. Magnaður hópur og orkan er ólýsanleg. Það sem við erum þakklát öllu þessu frábæra fólki, öllum þeim sem komu að peppa og svo auðvitað hlaupahetjunum okkar.
Haustið fór ljúflega af stað í Ljósinu, Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra bauð í hús til okkar fulltrúum 11 sprotafyrirtækja sem hlutu styrki úr Fléttunni þetta árið.
Íslandsbanki veitti Ljósinu viðurkenningu fyrir að safna mest allra góðgerðarfélaga í Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið. Vel gert þið öll!
Árshátíð starfsmanna Ljóssins var haldin og var þemað í ár "Barbie"
Fulltrúar verslunarinnar Pfaff komu okkur heldur betur á óvart þegar þau mættu færandi hendi með tvær glæsilegar saumavélar. Það var sannarlega kominn tími á endurnýjun og því kærkomið.
Árlegur Ljósafoss fór fram í nóvember með göngugarpinn og frumkvöðul göngunnar Þorstein Tryggvason í fararbroddi. Tryggingarfélagið Sjóvá kom inn í verkefnið sem styrktaraðili og styrkti Ljósið um 1000kr fyrir hvern þáttakanda í göngunni. Viðburðurinn var vel sóttur og var magnað að sjá ljósafossin hlykkjast niður Esjuhlíðar í myrkrinu.